Hreyfisprettur

Hreyfisprettur í Ártúnsskóla 10. - 21. febrúar 2025
Hreyfisprettur
Starfshópur okkar í heilsueflandi skóla stóð fyrir hreyfispretti á milli árganga frá 10. - 21. febrúar. Nemendur og kennarar kepptust við að hreyfa sig sem mest þessa daga. Eins og við vitum hefur hreyfing jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Bekkirnir söfnuðu stigum með því að gera inniæfingar eins og froskahopp, armbeygjur og þess háttar og með göngu og hlaupum í kringum skólann og í hverfinu. Stigahæstu bekkirnir fá í verðlaun tíma í heimilisfærði í kókoskúlugerð, sigurvegarar voru nemendur í 4. LR og 5. HA.