Lestrarsprettur í janúar 2025
![lestrarsprettur 2025](/sites/default/files/styles/landscape_small/public/2025-01/lestrarsprettur25.jpg?h=0d27ee61&itok=QKvIZfaB)
Lestrarsprettur í janúar 2025
Lestrarsprettur í janúar
Frá 6. - 20. janúar stóð skólasafnið fyrir lestrarspretti þar sem áhersla var á að telja mínútur í lestri. Þemað að þessu sinni var ,,uppáhaldsbarnabókin mín" og bókaveggur var útbúinn þar sem nemendur settu upp sínar uppáhalds bækur. Í heimastofum voru útbúnar bókahillur með kjölum lesinna bóka í hverjum árgangi.
Sigurvegarar lestrarsprettsins í ár voru á yngra stigi nemendur í 3.LH og á miðstigi nemendur í 6.BT. Í heildina lásu nemendur Ártúnsskóla 83.875 mínútur sem gera næstum 1400 klukkutíma sem er frábær árangur.