Menningarvaka 7.GB

menningarvaka 2025

Menningarvaka 7.GB heppnaðist einkar vel í gærkvöldi. 

Menningarvaka 7.GB

Menningarvaka 7.GB heppnaðist einkar vel í gærkvöldi. Nemendur og kennarar höfðu unnið hörðum höndum síðustu daga að því að setja upp metnaðarfulla sýningu. Boðið var upp á upplestur, stuttmynd, hljóðfæraleik og aðalatriðið var svo leikritið um Ronju Ræningjadóttur. Menningarvakan var vel sótt og það söfnuðust 150.000.- krónur sem rann til Ljónshjarta serm eru samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.