Skólasetning grunnskóladeildar

Skólamerki Ártúnsskóla

Skólasetning grunnskóladeildar verður föstudaginn 22. ágúst á sal skólans. 

Skólasetning grunnskóladeildar

Skólasetning grunnskóladeildar verður föstudaginn 22. ágúst kl. 10:00 á sal skólans. Nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum koma saman á sal og nemendur fylgja svo umsjónarkennurum inn í bekkjarstofur. Á meðan er fræðsla á sal frá Heimili og skóla fyrir foreldra um skjánotkun barna. Áætlað er að fræðslunni ljúki kl. 11. 

Foreldraviðtöl (nemenda og foreldra) verða í 1. bekk föstudaginn 22. ágúst. Boðun viðtalanna fer fram mánudag og þriðjudag 18. og 19. ágúst. 

Kennsla hefst mánudaginn 25. ágúst skv. stundaskrá.