Fullveldishátíð

fullveldi24

Fullveldishátíð í grunnskóladeild. 

Fullveldishátíð

Mánudaginn 2. desember var árleg fullveldishátíð í grunnskólanum þar sem vinabekkir unnu saman að verkefnum dagsins. Þar vinna saman elstu börn leikskólans og 4. bekkur, 1. og 5. bekkur, 2. og 6. bekkur og 3. og 7. bekkur. Hóparnir fóru saman í gegnum fjögur verkefni. Eitt verkefnið var fræðsla um fullveldi landsins, annað var jólaföndur, ein stöðin var hreyfing í íþróttahúsi og á einni stöðinni tókum við þátt í góðgerðarviðburði og perluðum armbönd fyrir Kraft.