Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans: 

Húsnæði grunnskólans er opnað kl. 7:50 og nemendur sitja saman á sal skólans til kl. 8:10. Frá kl. 8:10 - 8:25 eru næðisstundir í bekkjarstofum árganga. Kennsla hefst kl. 8:25. 

 

Skrifstofa skólans: 

Skrifstofa skólans opin frá kl. 8 - 16 virka daga. 

 

Nesti: 

Ártúnsskóli er heilsueflandi skóli og mælst er til þess að nemendur komi með hollt og gott nesti í skólann. 

 

Íþróttir: 

Íþróttakennsla fer fram í íþróttahúsi Ártúnsskóla og sundkennsla fer fram í Árbæjarlaug. Nemendur fara á milli skóla og sundlaugar með rútu. 

 

Símanotkun: 

Ártúnsskóli er símalaus skóli. Ef nemendur þurfa að hafa símtæki með sér í skólann þurfa tækin að vera á hljóðlausri stillingu í skólatösku yfir skóladaginn.