Foreldrastarf í Ártúnsskóla

Frá sameiningu grunnskólans Ártúnsskóla og leikskólans Kvarnaborgar árið 2012 hefur verið starfrækt eitt sameiginlegt foreldrafélag við skólann. Foreldrafélög eru lögbundin skv. 9.gr. laga um grunnskóla og það er á ábyrgð skólastjóra að sjá til stofnunar þess og að aðstoða félagið eftir þörfum. Foreldrafélag skólans setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. 

 

Hlutverk foreldrafélags

Hlutverk foreldrafélagsins

  • Að styðja við skólastarfið

  • Stuðla að velferð nemenda skólans

  • Efla tengsl heimilis og skóla

  • Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi

  • Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu 

 

Stjórn foreldrafélags

Harpa Sjöfn Lárusdóttir, formaður

Þuríður Pétursdóttir, gjaldkeri

Meðstjórnendur:

Sonja Rúdolfsdóttir Jónsson

Árni Brynjúlfsson

Hulda Sólrún Guðmundsdóttir

 

Bekkjarfulltrúar eru að auki úr hverri bekkjardeild og þeir vinna með stjórn foreldrafélagsins að viðburðum félagsins.