Skólinn
Í skólanum er lögð áhersla á að allir fái að njóta sín í leik og starfi. Hlutverk Ártúnsskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska nemenda og leggja grunn að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi.
Einkunnarorð skólans eru: árangur, virðing og vellíðan. Einkunnarorðin endurspegla áherslur skólastarfsins. Stefnt er að framúrskarandi árangri, virðing borin fyrir fólki og umhverfi og fjölbreytileikanum fagnað.
Ártúnsskóli er samrekinn leikskóli, grunnskóli og frístundaheimili. Í grunnskólanum er 1.-7. bekkur, 8.-10. bekkur er í Árbæjarskóla. Nemendur eru u.þ.b. 225. Í grunnskólanum um 160 nemendur og í leikskólanum um 65 nemendur ár hvert.
Stjórnendateymi
Skólastjóri er Ellen Gísladóttir
Aðstoðarskólastjóri er Guðrún Bára Gunnarsdóttir
Aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar er Hanna Sóley Helgadóttir
Deildarstjóri stoðþjónustu er Ásta María Þorkelsdóttir
Forstöðumaður frístundaheimilis er Lilja Hrönn Einarsdóttir
Skólastarfið
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Ártúnsskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira.
Skólanámskrá
Í skólanámskrá má sjá upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í námi og starfi.
Skólareglur
Skólinn er vinnustaður nemenda. Þeir eru þar til þess að taka þátt í skólastarfi og auka þekkingu sína og víðsýni. Þeir þroska með sér þá eiginleika að fylgja fyrirmælum, bera virðingu fyrir öðrum, efla sjálfsaga og sjálfsvirðingu. Nemendur sýni í daglegur viðmóti umburðarlyndi, tillitssemi og jákvæða afstöðu til skólafélaga og skólastarfs.
Við nemendur í Ártúnsskóla
- mætum stundvíslega í skólann og virðum skipulag skólastarfs.
- sýnum ávallt kurteisi og hlýðum starfsfólki skólans.
- leggjum okkur fram og vinnum verk okkar vel.
- göngum vel um skólann og umhverfi hans.
- sýnum tillitssemi og umburðarlyndi í garð hvers annars.
- höfnum ofbeldi og einelti.
Matur í grunnskólum
Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.
Foreldrar/forsjáraðilar skrá mataráskrift í kerfi Skólamatar og velja þá vikudaga sem börn þeirra vilja borða. Vikudagar sem nemendur velja skulu alltaf vera þeir sömu t.d. allir þriðjudagar og/eða allir fimmtudagar o.s.frv. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Skólamatar.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.
Undanþága frá skólasókn
Þarft þú að sækja um leyfi fyrir nemanda í Ártúnsskóla? Hér getur þú sótt umsóknareyðublað til þess.
Skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.
Mat á skólastarfi
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Skólahverfi
Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Ártúnsskóli er hverfisskóli fyrir íbúa við eftirtaldar götur: Álakvísl, Árkvörn, Birtingakvísl, Bleikjukvísl, Bröndukvísl, Fiskakvísl, Laxakvísl, Rafstöðvarvegi, Reyðarkvísl, Seiðakvísl, Silungakvísl, Sílakvísl, Stangarhyl og Urriðakvísl.