Innra mat á skólastarfi Ártúnsskóla

Grunnskólalög kveða á um að grunnskólar landsins meti með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra. Markmið innra og ytra mats er að fylgjast með og bæta árangur og gæði skólastarfsins.

 Matsáætlun Ártúnsskóla er sett niður á mánuði skólaársins. Sjálfsmatsskýrslan er unnin jafnt og þétt yfir skólaárið og endapunkturinn lagður í lok skólaárs þar sem rýnt er í hvernig gekk, niðurstöður skoðaðar og metnar. Sjálfsmatsskýrslan er gefin út á heimasíðu skólans og kynnt skólaráði og starfsfólki.